Orkuverð á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 06. nóvember 2002, kl. 15:20:59 (1135)

2002-11-06 15:20:59# 128. lþ. 24.7 fundur 161. mál: #A orkuverð á Sauðárkróki# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 128. lþ.

[15:20]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Rafveita Sauðárkróks var vel rekið fyrirtæki. Það rak sig sjálft og skilaði jafnvel hagnaði. Ein af forsendum fyrir því að selja hana, þ.e. þvinga sveitarfélagið til þess að láta rafveituna upp í skuldir, var að það mundi styrkja atvinnulífið á Sauðárkróki. Staðreyndin er hins vegar allt önnur, herra forseti. Staðreyndin er sú að hjá einu fyrirtæki t.d. var taxtinn, fyrir þessi kaup, einungis um 2,84 á kílóvattstundina. Hann hrökk skömmu seinna upp í 7,50 en eftir nokkurt þref var hann lækkaður aftur niður í 6,41. Svona gekk þetta fyrir sig. Þegar leitað hefur verið eftir umræðum eða skýringum hjá Rarik á hinum ýmsu töxtum sem í boði eru þá er heldur fátt um svör.

Herra forseti. Ég tel að svör hæstv. iðnrh. séu allsendis ófullnægjandi gagnvart þeim spurningum sem hér voru bornar fram.