Orkuverð á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 06. nóvember 2002, kl. 15:24:14 (1137)

2002-11-06 15:24:14# 128. lþ. 24.7 fundur 161. mál: #A orkuverð á Sauðárkróki# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 128. lþ.

[15:24]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Hv. þm. var nokkuð mikið niðri fyrir og talar um mistakamál. Það er ekki erfitt að tala um þetta mál af minni hálfu vegna þess að eins og hann veit var það þannig að yfirvöld á Sauðárkróki vildu selja rafveituna. (JB: Þeir voru píndir til þess.) Rarik keypti hana. Það er forsagan.

Síðan gerist það sem er bara skiljanlegt, miðað við það hvernig Rarik hefur hagað verðlagningu sinni á raforku, að bæirnir taka á sig mikinn kostnað vegna dreifbýlisins, þ.e. þeir bæir sem njóta þjónustu Rariks. Hins vegar hefur sú ákvörðun verið tekin af hálfu ríkisstjórnarinnar að í tengslum við breytingar á raforkulögum verði sérstaklega tekinn út fyrir sviga þessi kostnaður og honum jafnað til allra landsmanna. Þetta tel ég mikið framfaramál. Í rauninni hefur það sem viðhaft hefur verið, að gera þetta á þennan hátt, verið ósanngjarnt. Þess vegna beiti ég mér fyrir því að á því verði breytingar.

Ég heyri að hv. þm. Vinstri grænna munu styðja þessa breytingu og gleðst alveg sérstaklega yfir því.