Leyniþjónusta

Miðvikudaginn 06. nóvember 2002, kl. 15:50:44 (1147)

2002-11-06 15:50:44# 128. lþ. 24.9 fundur 136. mál: #A leyniþjónusta# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 128. lþ.

[15:50]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Herra forseti. Ég held að það hafi komið skýrt fram að það er ekki ætlunin að koma á fót leyniþjónustu hér. Á hinn bóginn er verið að tala um að styrkja og reyna að efla innra öryggi ríkisins. Ég vil benda á það sem kom fram á fundi hv. allshn. sl. mánudag, herra forseti. Þar var, að frumkvæði ráðuneytisins, talað um að eiðsvarin þingnefnd, væntanlega fámenn, hugsanlega mynduð eða mótuð af fólki sem væri í allshn., hefði m.a. eftirlit með ákveðnum skilgreindum verkum lögreglunnar. Ég tek undir að það er nokkuð sem við ættum að skoða mun betur, og hugmyndin fékk mikinn og góðan hljómgrunn innan allshn. allrar.