Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001

Fimmtudaginn 07. nóvember 2002, kl. 11:08:41 (1174)

2002-11-07 11:08:41# 128. lþ. 25.1 fundur 228#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001# (munnl. skýrsla), JÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 128. lþ.

[11:08]

Jóhann Ársælsson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég var ekki að setja út á það að ég fékk ekki orðið í fyrri umræðunni um störf þingsins. Ég vissi alveg hvers vegna ég fékk það ekki. Ég vildi hins vegar koma þessu á framfæri og ég tek það ekki aftur að mér finnst að þessi skýrsla hefði þurft að vera komin í hendur þingmanna fyrr og ég sé ekki hvers vegna það var ekki gert. Úr því að allherjarnefndarmenn gátu fengið hana til umfjöllunar á mánudag --- þeir hafa sjálfsagt verið búnir að fá hana í hendur fyrir þann tíma --- þá hefði alveg eins verið hægt að koma henni til annarra þingmanna svo að þeir hefðu getað haft hana undir höndum áður en umræðan færi fram.