Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001

Fimmtudaginn 07. nóvember 2002, kl. 11:32:47 (1179)

2002-11-07 11:32:47# 128. lþ. 25.1 fundur 228#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001# (munnl. skýrsla), ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 128. lþ.

[11:32]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég er hjartanlega sammála hv. þm. Ég tel að þetta eigi að ganga yfir öll fyrirtæki og komi pólitískri stjórnun þeirra ekki við á nokkurn einasta hátt. Sama á að sjálfsögðu líka að ganga yfir Orkuveitu Reykjavíkur, fyrst hún var nefnd.

Ég vek athygli á því að í skýrslu umboðsmanns Alþingis er sérstaklega vikið að orkufyrirtækjum í eigu sveitarfélaga. Ég tek þannig hjartanlega undir þetta. Mér finnst stofnanir og fyrirtæki í eigu almennings eigi að vera eigendum sínum opin að öllu leyti.