Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001

Fimmtudaginn 07. nóvember 2002, kl. 12:19:30 (1195)

2002-11-07 12:19:30# 128. lþ. 25.1 fundur 228#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001# (munnl. skýrsla), HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 128. lþ.

[12:19]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er einungis til að hið rétta komi fram. Ég vil minna á að það eru ýmsar hliðar á sannleikanum eins og Halldór Laxness segir í Íslandsklukkunni þó að hann færi rangt með það hvað fjöllin hétu úr Kinninni og hvað fjöllin hétu frá Valsnesi, hann sneri því við, kannski með vilja sem sýnir auðvitað hversu erfitt er að höndla sannleikann. En ég var þeirrar skoðunar fyrir tíu árum og lýsti því yfir opinberlega að ég vildi einkavæða Landssímann en á hinn bóginn fékk ég ekki stuðning við þær hugmyndir svo ég varð að beygja mig undir það eins og ég lýsti yfir hér á Alþingi.