Rannsóknir á þorskeldi

Fimmtudaginn 07. nóvember 2002, kl. 15:20:36 (1236)

2002-11-07 15:20:36# 128. lþ. 25.5 fundur 35. mál: #A rannsóknir á þorskeldi# þál., Flm. KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 128. lþ.

[15:20]

Flm. (Karl V. Matthíasson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir orð hv. þm. og þakka aftur innlegg hans í þessa umræðu og tek einnig undir það sem hann hefur sagt í sambandi við aðrar fisktegundir. Við erum með ýsu, steinbít og hlýra. Hafrannsóknastofnun hefur átt góðan þátt í því að koma af stað og lagt grunninn að góðu eldi í sambandi við sæeyrun og sandhverfu. Því skiptir mjög miklu máli það sem opinberir aðilar og stofnanir eru að gera í málinu. Það er í raun og veru grundvallarmál og brautryðjendastarf. Ég er því mjög glaður yfir þeim undirtektum sem þetta fær.