Rannsóknir á þorskeldi

Fimmtudaginn 07. nóvember 2002, kl. 15:53:43 (1242)

2002-11-07 15:53:43# 128. lþ. 25.5 fundur 35. mál: #A rannsóknir á þorskeldi# þál., Flm. KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 128. lþ.

[15:53]

Flm. (Karl V. Matthíasson) (andsvar):

Herra forseti. Það er full ástæða til að taka undir orð hv. þm. Það er greinileg aukning á fiskneyslu í heiminum. Fólk er farið að borða meira af fiski. (GE: Heilsufæði.) Heilsufæði, segir hv. þm. Gísli S. Einarsson og tek ég heils hugar undir það. Ég mæli með því að við borðum meiri fisk. Þorskurinn er svokallaður hvítfiskur en laxinn ekki þannig að hann er önnur tegund á markaðnum og við eigum að halda okkur við það. Því er full ástæða til bjartsýni í sambandi við markaðinn á þorski og öðrum slíkum fiski.