Samþykkt Alþjóðasambands lækna um notkun gagnagrunna á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 12. nóvember 2002, kl. 13:35:07 (1286)

2002-11-12 13:35:07# 128. lþ. 27.91 fundur 234#B samþykkt Alþjóðasambands lækna um notkun gagnagrunna á heilbrigðissviði# (aths. um störf þingsins), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 128. lþ.

[13:35]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég er starfandi heilbrrh. en vissi ekki að þessi uppákoma yrði hér í upphafi fundar. En ég heyrði hádegisfréttir og geri mér grein fyrir að þarna er uppi mál sem þarf skoðunar við. Hins vegar vil ég gjarnan að fram komi að þetta er spurning um túlkun. Mér finnst því hv. þm. stjórnarandstöðunnar sem hér koma upp með stóryrði strax, án þess að hafa kynnt sér málið frá báðum hliðum, vera kannski heldur fljótir á sér því að þetta er eins og ég sagði áðan spurning um túlkun. Ég tel eðlilegt að heilbr.- og trn. taki þetta mál fyrir sem allra fyrst og fari yfir það í heild sinni, og menn komi ekki hér upp á Alþingi í fljótfærni með gífuryrði án þess að þekkja málið. Ég held að það sé ekki skynsamlegt með það í huga að fá þarna niðurstöðu sem er þá öllum í hag.