Dreifmenntun í Vesturbyggð

Miðvikudaginn 13. nóvember 2002, kl. 14:15:26 (1354)

2002-11-13 14:15:26# 128. lþ. 29.4 fundur 267. mál: #A dreifmenntun í Vesturbyggð# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi DrH
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 128. lþ.

[14:15]

Fyrirspyrjandi (Drífa Hjartardóttir):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin. Það er mjög ánægjulegt að fá að fylgjast með þróuninni í landinu og vera þátttakandi í henni. Hér hafa verið tekin upp ný vinnubrögð sem börn og unglingar eru að læra, að taka þátt í tæknibyltingu sem mun nýtast þeim til framtíðar. Ég vil bara óska þeim sem taka þátt í þessu verkefni alls góðs. Þetta er gríðarlega mikilvægt, ekki aðeins fyrir landsbyggðina heldur fyrir landið allt.