Fjarnám í fámennum byggðum

Miðvikudaginn 13. nóvember 2002, kl. 14:40:33 (1368)

2002-11-13 14:40:33# 128. lþ. 29.6 fundur 274. mál: #A fjarnám í fámennum byggðum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 128. lþ.

[14:40]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að taka þetta mál á dagskrá sem vissulega er mjög mikilvægt.

Erindi mitt hingað er einungis það að vekja athygli á því að dreifikerfið sem við búum við og flutningsgetan er slík að ekkert þýðir fyrir okkur að tala um jafnan rétt. Það eru svo margir í dreifbýli landsins sem hafa enga möguleika og engan aðgang að því að stunda nám t.d. í gegnum tölvu. Það er fyrst og fremst vegna þess að dreifikerfið er ekki í lagi og á meðan svo er þá hafa auðvitað ekki allir þegnar landsins jafnan rétt eins og hv. fyrirspyrjandi lagði svo mikla áherslu á.