Fjárhagsleg staða fyrirtækja í ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 13. nóvember 2002, kl. 18:03:12 (1428)

2002-11-13 18:03:12# 128. lþ. 29.16 fundur 252. mál: #A fjárhagsleg staða fyrirtækja í ferðaþjónustu# fsp. (til munnl.) frá samgrh., JHall
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 128. lþ.

[18:03]

Jónas Hallgrímsson:

Virðulegur forseti. Hér er hreyft þörfu málefni. Það er svo með afkomuna innan ferðaþjónustunnar hér á landi að hún er sjálfsagt eins misjöfn og þessi 800 fyrirtæki sem hlut eiga að máli og þarf áreiðanlega að líta mismunandi til þeirra.

Það er skoðun mín að hið opinbera ætti fyrst og fremst að beita almennum aðgerðum varðandi þetta málefni, þó sérstaklega með lengingu á ferðamannatímanum. Að því held ég að þurfi fyrst og fremst að hyggja til að laga starfsemina. Almennt má segja að framlegðin sé alls ekki viðunandi innan ferðaþjónustunnar í dag.