Hljóðvist

Miðvikudaginn 13. nóvember 2002, kl. 18:37:40 (1443)

2002-11-13 18:37:40# 128. lþ. 29.19 fundur 266. mál: #A hljóðvist# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 128. lþ.

[18:37]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur fyrir þessa fyrirspurn. Ég get í sjálfu sér tekið undir margt af því sem hæstv. ráðherra kom inn á áðan. Það kostar náttúrlega mjög mikið að koma upp hljóðvist. En ég vil líka benda á að þarfirnar hér í þéttbýlinu eru aðrar, við gerum til að mynda ekki kröfur um að girt verði meðfram þjóðvegum hér líkt og er í dreifbýlinu þar sem ríkið ber, að mér skilst, mestan kostnaðinn af girðingum meðfram þjóðvegi.

Ég held að þetta sé í rauninni nútímavandamál, þetta er nýtt vandamál sem við stöndum frammi fyrir, og ég held að við eigum í sameiningu að reyna að leysa það. Við viljum fá hljóðmanir eða þessa hljóðvist og ég tel að bæði sveitarfélög og ríki eigi að einhenda sér í að setjast niður og ræða hvernig þetta verði leyst. Það á ekki að gera þetta að allt of miklu tæknilegu vandamáli, við verðum að leysa þetta.