Tollgæsla í Grundartangahöfn

Miðvikudaginn 13. nóvember 2002, kl. 19:06:54 (1454)

2002-11-13 19:06:54# 128. lþ. 29.23 fundur 238. mál: #A tollgæsla í Grundartangahöfn# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., Fyrirspyrjandi MS
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 128. lþ.

[19:06]

Fyrirspyrjandi (Magnús Stefánsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir svarið. Ég er ánægður að heyra að hæstv. ráðherra er sammála mér um að efla þurfi tollgæslu þarna. Ég veit að það er áhugi fyrir því og treysti á að svo verði.

Þetta mál snýst náttúrlega annars vegar um að koma tollgæslunni í eðlilegt horf og skapa tollgæslumönnum eðlilega starfsaðstöðu. Það þýðir auknar fjárheimildir eins og fram kom. Eins þarf að veita eðlilega þjónustu þeim aðilum sem hafa umsvif í höfninni, skipafélögin og fleiri. Hins vegar snýst málið um að tollgæslan hafi nægt eftirlit til að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning á varningi. Þá er ég fyrst og fremst að tala um eiturlyfin, eins og ég nefndi í fyrri ræðu minni. Áherslur í tollgæslu mega ekki vera lakari í Grundartangahöfn en almennt gerist.

Herra forseti. Ég vil bara enda á að þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég er ánægður að heyra áhuga hennar á því að bæta þarna úr eins og við erum sammála um.