Áhrif nýs launakerfis á launamun kynjanna

Miðvikudaginn 13. nóvember 2002, kl. 19:15:46 (1457)

2002-11-13 19:15:46# 128. lþ. 29.24 fundur 320. mál: #A áhrif nýs launakerfis á launamun kynjanna# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 128. lþ.

[19:15]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessa fyrirspurn og að vakin sé athygli á þessu máli. Þetta er jafnréttismál. Þetta á við um stöðu kynjanna á vinnumarkaði í dag þar sem horfið var frá miðstýrðum samningum og yfir í dreifstýrða launasamninga og þar sem samningarnir eru bundnir við einstaklinga þá eru ýmsar vísbendingar sem gefa það til kynna að launamunur hafi á mörgum sviðum frekar aukist. Eins má benda á að þetta fyrirkomulag hefur á mörgum vinnustöðum valdið tortryggni meðal samstarfsmanna sem vinna við sömu störf, vita ekki og mega ekki vita hvað nánasti samstarfsmaður hefur í laun og geta raunar ekki með nokkurri vissu vitað hvort um launamun sé að ræða á einum og sama vinnustaðnum fyrir sömu vinnu og það fari jafnvel eftir því hvort viðkomandi er karl eða kona.