Málefni Sementsverksmiðjunnar

Fimmtudaginn 14. nóvember 2002, kl. 10:57:56 (1474)

2002-11-14 10:57:56# 128. lþ. 30.92 fundur 236#B málefni Sementsverksmiðjunnar# (aths. um störf þingsins), JB
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 128. lþ.

[10:57]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Viðbrögð hæstv. iðnrh. færa mér enn heim sanninn um það hversu brýnt er að Alþingi sjálft taki á þessu máli. Það er ljóst að hæstv. iðnrh. talar stöðugt um samkeppni og samkeppni og allt verði að lúta því og á meðan er hér kannski ólögleg samkeppni á ferð. Á meðan talað er um samkeppni og samkeppni, þá er ekkert gert og innlendum iðnaði blæðir út.

Það er hægt að grípa til aðgerða. Hægt er að grípa til tímabundinna aðgerða meðan málin eru að komast á hreint. Það sem skortir er vilji og stefnufesta ríkisstjórnarinnar og hæstv. iðnrh.

Herra forseti. Af því sem hér hefur komið fram í máli hæstv. iðnrh. þá eru enn brýnni ástæður til þess að þingið láti þetta mál til sín taka og það með hraði.