Fyrirtækjaskrá

Fimmtudaginn 14. nóvember 2002, kl. 12:11:11 (1493)

2002-11-14 12:11:11# 128. lþ. 30.2 fundur 351. mál: #A fyrirtækjaskrá# (heildarlög) frv., 350. mál: #A hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög og sjálfseignarstofnanir# (færsla skráningar, breyting ýmissa laga) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 128. lþ.

[12:11]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að í 8. gr. frv. og í athugasemdum við hana er reyndar gert ráð fyrir því varðandi þessa upplýsingaskyldu að henni geti fylgt gjaldtaka, eins og kemur hér fram, með leyfi forseta:

,,Þá er lagt til að fjármálaráðherra setji með reglugerð nánari ákvæði um aðgang að skránni og miðlun upplýsinga úr henni svo og um gjaldtöku fyrir slíkan aðgang og afnot af skránni og upplýsingum hennar.``

Því er út af fyrir sig samræmi hvað varðar skipaskrána. Ég skal þó viðurkenna að ég hef ekki mikla þekkingu, ekki eins og hv. þm. væntanlega, á skipaskránni og notkun hennar. En ég vek athygli á því að hér er heimild til þess að krefjast endurgjalds fyrir upplýsingar úr þessari skrá.