Fyrirtækjaskrá

Fimmtudaginn 14. nóvember 2002, kl. 12:13:27 (1495)

2002-11-14 12:13:27# 128. lþ. 30.2 fundur 351. mál: #A fyrirtækjaskrá# (heildarlög) frv., 350. mál: #A hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög og sjálfseignarstofnanir# (færsla skráningar, breyting ýmissa laga) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 128. lþ.

[12:13]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er sjálfsagt að skoða þetta betur. Vel má vera að hér sé markamunur, hvort um er að ræða almenna frjálsa uppflettun úr skránni og hins vegar eins og hv. þm. skilur það, að um sé að ræða atbeina sem viðkomandi stjórnvald þarf að hafa með útgáfu vottorða og annarra slíkra hluta. Ég skal viðurkenna að ég átta mig ekki nákvæmlega á því, en hlýt þó að vekja athygli á því að orðalagið er þannig í frv. og í greinargerð að það má skilja það svo að gjaldtaka fyrir hvers konar afnot væri heimil. Nefndarmenn þurfa þá að fara yfir það.