Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja

Fimmtudaginn 14. nóvember 2002, kl. 12:41:59 (1502)

2002-11-14 12:41:59# 128. lþ. 30.7 fundur 344. mál: #A Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja# (verslunarlánasjóður) frv., viðskrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 128. lþ.

[12:41]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um brottfall laga nr. 48/1966, um Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja, sem er 344. mál þingsins á þskj. 380.

Eins og fram kemur í athugasemdum með frv. sameinuðust Íslandsbanki hf. og Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja, Verslunarlánasjóður eins og hann er oftast nefndur, árið 1998. Í framhaldinu óskaði Íslandsbanki hf. eftir því að viðskiptaráðherra beitti sér fyrir að lög um sjóðinn og reglugerð um starfsemi hans yrðu felld úr gildi. Ráðuneytið taldi eðlilegt að tengja niðurfellingu laganna áformaðri endurskoðun á lögum um lánastofnanir, enda heyrði Verslunarlánasjóður undir lög nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, frá gildistöku þeirra laga til sameiningar sjóðsins við Íslandsbanka. Nú hefur frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki verið lagt fram á Alþingi og því eðlilegt að lög um þessa lánastofnun verði felld úr gildi.

Hæstv. forseti. Ég mælist til þess að þessu máli verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. efh.- og viðskn.