Velferðarkerfið

Mánudaginn 18. nóvember 2002, kl. 15:15:14 (1520)

2002-11-18 15:15:14# 128. lþ. 31.1 fundur 243#B velferðarkerfið# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 128. lþ.

[15:15]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Ég þakka svör hæstv. forsrh. en spyr: Um hvað erum við að ræða? Við erum að ræða um þessa sorglegu staðreynd, vítahringinn, fátæktargildruna margfrægu sem aldraðir, öryrkjar og aðrir sem eru háðir íslenska velferðarkerfinu sitja í rauninni uppi með.

Hér er ég með gögn frá Félagi eldri borgara þar sem þeir sýna fram á að 7.059 kr. vantar á mánuði ef miðað er við þróun lágmarkslauna og eingreiðslna. Hér upplýsist annað samkvæmt þeirra gögnum: Það vantar 206.112 kr. á ári miðað við lágmarkstaxta. Því er eðlilegt að spurt sé um þetta. En ég vona svo sannarlega, hæstv. forsrh., að það verði svo að þessi gögn liggi fyrir við 2. umr. fjárlaga því að verulega liggur orðið á að gera bragarbót á því sem er að hjá okkur í íslenska velferðarkerfinu.