Viðbótarlán Íbúðalánasjóðs

Mánudaginn 18. nóvember 2002, kl. 15:26:22 (1529)

2002-11-18 15:26:22# 128. lþ. 31.1 fundur 245#B viðbótarlán Íbúðalánasjóðs# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 128. lþ.

[15:26]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Mér er fullkunnugt um að þetta tengist fjárlagavinnu. En það fólk sem bíður eftir þessum lánum þarf að fá skorinorða yfirlýsingu frá hæstv. fjmrh. um að þessi lán verði veitt. Þau skipta máli fyrir þá sem í hlut eiga. Þetta er fólk sem er í tekjulægri kantinum og fær með þessum hætti lán sem að meðaltali eru um 2 millj. kr. á ívið lægri vöxtum en gerist í húsnæðiskerfinu. Vextirnir eru þó talsvert háir, 5,7%, hærri en gerist á húsbréfunum en þó svipað þegar afföllin eru komin til. Þessi lánskjör eru, eins og ég segi, lægri en gerist í bankakerfinu almennt og ég tel mjög mikilvægt að fólk sem bíður eftir þessum lánum núna fái yfirlýsingu frá hæstv. fjmrh. um að þessi lán verði veitt á þessu ári.