Vísinda- og tækniráð

Mánudaginn 18. nóvember 2002, kl. 16:07:23 (1544)

2002-11-18 16:07:23# 128. lþ. 31.13 fundur 336. mál: #A Vísinda- og tækniráð# frv., 357. mál: #A opinber stuðningur við vísindarannsóknir# (heildarlög) frv., 345. mál: #A opinber stuðningur við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins# frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 128. lþ.

[16:07]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich) (andsvar):

Herra forseti. Ég geri ráð fyrir að hv. fyrirspyrjandi hafi áttað sig á því eins og hv. alþingismenn yfirleitt að fjárframlög til vísinda og rannsókna hafa aukist afar hratt á Íslandi á síðustu árum og Íslendingar eru nú með þeim þjóðum sem leggja einna mest til vísinda og rannsókna í heiminum. (EMS: Svoleiðis að þetta er skilgreining.) Það fer ekki eftir skilgreiningum, heldur fer það eftir almennum viðmiðunum OECD.

Einnig ber að geta þess að ríkisframlag til vísinda er með því hæsta á Íslandi.

Hins vegar kom það fram í ræðu hæstv. forsrh. að allar þær breytingar sem verið er að gera á þessu máli miða að því að styrkja stöðu vísinda og búa okkur undir framtíðina. Það er einmitt gert til þess að færa vísindamálin ofar í stjórnkerfið og gera stjórnmálamönnum, ráðherrunum, mögulegt að hafa meiri áhrif á stefnumörkun á þessu sviði. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að leggja meiri áherslu á vísindastarf og rannsóknir.