Staðgreiðsla opinberra gjalda

Þriðjudaginn 19. nóvember 2002, kl. 14:10:18 (1585)

2002-11-19 14:10:18# 128. lþ. 32.8 fundur 372. mál: #A staðgreiðsla opinberra gjalda# (innheimta, skuldajöfnun o.fl.) frv., fjmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 128. lþ.

[14:10]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

Í frv. eru lagðar til þrenns konar breytingar tæknilegs eðlis.

Í 1. og 2. gr. frv. eru lagðar til breytingar sem lúta að því að Fjársýslu ríkisins verði falin umsjón með innheimtukerfi staðgreiðslukerfisins í stað ríkisskattstjóra eins og verið hefur. Er hér fyrst og fremst um hagkvæmnismál að ræða.

Í 3. gr. eru lagðar til breytingar sem snerta útreikning dráttarvaxta vegna vanskila á staðgreiðslu. Er lagt til að dráttarvextir verði reiknaðir sem dagvextir í stað mánaðarvaxta. Þá er lagt til að upphafstími vaxta verði miðaður við gjalddaga hafi ekki verið greitt á fyrsta degi næsta mánaðar eftir eindaga. Gjalddagi er 1. hvers mánaðar og eindagi 15 dögum síðar.

Að lokum er í 4. gr. frv. lagt til að heimildir til skuldajöfnunar verði rýmkaðar. Þannig er lagt til að heimilt verði að skuldajafna endurgreiðslur á móti sköttum almennt til ríkis og sveitarfélaga.

Ég legg til, herra forseti, að þessu frv. verði að umræðunni lokinni vísað til 2. umr. og hv. efh.- og viðskn.