Samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni

Þriðjudaginn 19. nóvember 2002, kl. 17:42:25 (1628)

2002-11-19 17:42:25# 128. lþ. 32.13 fundur 18. mál: #A samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni# þál., Flm. KLM (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 128. lþ.

[17:42]

Flm. (Kristján L. Möller) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tel alveg sjálfsagt að verða við beiðni hv. þm. Halldórs Blöndals um að fresta þessari umræðu til þess að fleiri komi og taki þátt í henni vegna þess að það er ákaflega brýnt. Um leið vil ég þakka hv. þm. Halldóri Blöndal fyrir að koma og ræða þessi mál. Það má kannski segja sem svo að hv. þm. Halldór Blöndal sé fyrsti fulltrúi Sjálfstfl. og sá eini sem hefur tekið þátt í umræðunni.

Herra forseti. Ég er 1. flm. að því þingmáli sem verið er að ræða og hv. þm. Halldór Blöndal óskaði eftir því að umræðunni yrði frestað til þess að kalla á aðra menn inn í umræðuna. Mér finnst alveg sjálfsagt, herra forseti, að það sé gert. Sem 1. flm. segi ég bara, það er hið besta mál ef það yrði þá jafnframt til þess að ýmsir ráðherrar úr ríkisstjórn kæmu sem ekki hafa setið undir þeirri umræðu sem hefur verið nema hæstv. iðn.- og viðskrh. í dag. Ég tek skýrt fram að stjórnarliðar hafa ekki séð ástæðu til þess að koma og ræða þetta mál fyrir utan það að hv. þm. Halldór Blöndal kemur hér nú sem fyrsti ræðumaður Sjálfstfl. um þetta þýðingarmikla mál að ég tali ekki um framsóknarmenn sem hafa ekki látið sjá sig hér.