Samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni

Þriðjudaginn 19. nóvember 2002, kl. 17:44:12 (1630)

2002-11-19 17:44:12# 128. lþ. 32.13 fundur 18. mál: #A samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni# þál., Flm. KLM (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 128. lþ.

[17:44]

Flm. (Kristján L. Möller) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Bara rétt til að bæta við vegna þess að ég gleymdi því áðan og til að það sé alveg skýrt þá vil ég geta þess að formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur mætt í umræðuna. Hann tók til máls um þetta þingmál og flutti ræðu sem ég er viss um að hv. þm. Halldór Blöndal hefði haft mjög gott af að hlusta á á sínum tíma og væri hann þá ekki með fleipur í garð fjarverandi þingmanns um það.