Könnun á læsi fullorðinna

Miðvikudaginn 20. nóvember 2002, kl. 14:27:42 (1658)

2002-11-20 14:27:42# 128. lþ. 34.4 fundur 362. mál: #A könnun á læsi fullorðinna# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 128. lþ.

[14:27]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Það ber að fagna því að starfshópur um aukna lestrarfærni fullorðinna hafi skilað af sér til ráðuneytisins. Eins og skilja mátti af máli hæstv. ráðherra munu vera tillögur í þessari skýrslu sem lúta að einhvers konar aðgerðum. Eftir því sem hæstv. ráðherra segir metur þessi starfshópur það svo að um 35.000 Íslendingar hafi ónóga lestrarfærni. Þá liggur beint við að spyrja: Telur hæstv. ráðherra að spara megi sér könnunina ef starfshópurinn hefur komist að einhverri óyggjandi niðurstöðu og fara beint út í aðgerðaráætlun? Í beinu framhaldi má spyrja: Er þá hugmyndin hjá hæstv. ráðherra að aðgerðaráætlun sé næsta skrefið og hlaupa megi yfir könnunina?