Könnun á læsi fullorðinna

Miðvikudaginn 20. nóvember 2002, kl. 14:28:41 (1659)

2002-11-20 14:28:41# 128. lþ. 34.4 fundur 362. mál: #A könnun á læsi fullorðinna# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 128. lþ.

[14:28]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hv. fyrirspyrjandi, Svanfríður Jónasdóttir, vekur hér máls á mjög alvarlegu vandamáli. Við erum með fullt af sérfræðingum alla daga í því að finna réttlátt skatta- og bótakerfi. Þeir gera kerfin sífellt flóknari og flóknari til þess að mæta öllum þörfum, en um leið verða þau ófélagsleg vegna þess að það fólk sem kerfið á að vernda kann ekki á það, kann ekki á skattkerfið, veit ekki hvar það á bætur, telur ekki fram, lendir í álögum og kostnaði og þar fram eftir götunum. Ég vil að við bætum úr ólæsinu en einföldum jafnframt skatt- og bótakerfið og að skatturinn hjálpi fólki í staðinn fyrir að refsa því.