Fjáraukalög 2002

Þriðjudaginn 26. nóvember 2002, kl. 13:57:51 (1695)

2002-11-26 13:57:51# 128. lþ. 36.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 128. lþ.

[13:57]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að svara hv. þm. Einari Má Sigurðarsyni, og umfram allt þakka honum fyrir veittar upplýsingar. Það var nákvæmlega þetta sem mig grunaði. Hann gerði skilmerkilega grein fyrir því hvað hann átti við í ræðu sinni og eftir því var ég að falast.

Vegna orða hæstv. forseta hér um fyrirkomulag andsvara minnist ég þess ekki að það standi sérstaklega í þingsköpum að menn þurfi að vera ósammála um öll atriði þegar þeir eiga hér orðaskipti í andsvarastíl. Með öðrum orðum vildi ég fá nánari útskýringar á tilteknum þáttum, fékk þær og þakka fyrir það.