Fjáraukalög 2002

Þriðjudaginn 26. nóvember 2002, kl. 14:03:01 (1699)

2002-11-26 14:03:01# 128. lþ. 36.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., GÁS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 128. lþ.

[14:03]

Guðmundur Árni Stefánsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég held að það sé augljóst að hér er einhver misskilningur á ferðinni. Annaðhvort lesa menn hér rangt úr þingsköpum ellegar þeir hafa ekki fylgst með þeim orðræðum sem hér áttu sér stað. Ég bað um andsvar við ræðu hv. 4. þm. Austurl. og beindi til hans tilteknum spurningum. Þær snerust um það hvort hann gæti gefið okkur dæmi um það, vegna fullyrðinga sem komu fram í framsöguræðu hans að tillögur meiri hluta fjárln. væru ófullkomnar, af hverju hann væri með fullyrðingar í þá veru að hér væri ekki allt sem sýndist. Hv. þm. gerði það með ágætum að tína til dæmi í þá veru. Þess vegna skil ég ekki ólund hæstv. forseta og athugasemdir hans í þá veru. Þær eiga ekki við hér. (Forseti hringir.) Þær eiga alls ekki við hér, herra forseti og það er þess vegna sem ég hlýt að gera alvarlegar ...

(Forseti (HBl): Ég vil biðja hv. þm. að tala með háttvísi til forseta Alþingis.)

Ég bið forseta afsökunar ef ég hef farið yfir strikið í þeim efnum. (Gripið fram í: Hann ætti að kunna það.) Ég vil hins vegar nefna það, herra forseti, að einhvers misskilnigs gætir í þessu sambandi og ég skil ekki ítekaðar athugasemdir forseta í þessa veru því að hér hefur nákvæmlega verið farið að þingsköpum í einu og öllu. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir forsn. að ræða þessi mál nánar í betra tómi.

(Forseti (HBl): Ég er sammála þessu síðasta hjá hv. þm.)