Fjárlög 2003

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 11:06:25 (1730)

2002-11-27 11:06:25# 128. lþ. 37.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., Frsm. 1. minni hluta GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[11:06]

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Gísli S. Einarsson) (andsvar):

Virðulegur forseti. Heyrði ég það virkilega rétt að hv. formaður fjárln. væri að undirrita það hér að efnahagsstjórn á undanförnum árum hefði verið mjög slæleg? Ég bendi hv. þingmönnum á að hér hefur verið allt að 70 milljarða kr. viðskiptahalli á undanförnum árum. Það næst í jafnvægi, hvað fylgir með? Atvinnuleysi í stórum stíl. Og hvað fylgir með? Það sem ég nefndi áðan og er upp á hundruð millj. Hvar eru 300 millj. sem búið er að semja um að nota til flutninga á stríðstímum? Hvar er það í fjárlagafrv. sem á að nota fyrir íslensku flugfélögin til að flytja einhvern varning, ótilgreindan? Hvar eru tillögurnar sem varða Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri? Þær vantar líka inn.