Fjáraukalög 2002

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 13:32:39 (1750)

2002-11-27 13:32:39# 128. lþ. 37.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., EMS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[13:32]

Einar Már Sigurðarson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og fram hefur komið í umræðum um þær tillögur sem hér liggja fyrir er það álit okkar, fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárln., að margar þeirra eigi ekki heima í fjáraukalögum, séu brot á fjárreiðulögum o.s.frv. Hér eru óvönduð vinnubrögð á ferðinni, það er eðlilegt að meiri hluti þingsins beri ábyrgð á tillögunum og þess vegna mun þingflokkur Samfylkingarinnar sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.