Fjárlög 2003

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 14:15:45 (1761)

2002-11-27 14:15:45# 128. lþ. 37.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[14:15]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Bæði í fyrra og hittiðfyrra gaf Alþjóðabankinn, sem annast verðlaunaúthlutun og stigagjafir í heilbrigðismálum, Frakklandi 1. einkunn fyrir að hafa náð bestum árangri og bestum tökum á fjármunum til heilbrigðismála. Þeir hafa gengið hvað lengst fram í einkavæðingu á heilbrigðissviði undir forustu þess ágæta krata sem þar hafði völd, Jospins. Jospin, þessi vinstri krati, stóð fyrir gríðarlegri einkavæðingu á heilbrigðiskerfi Frakklands og Frakkar hafa verið margrómaðir fyrir hinn gríðarlega árgangur sem Frakkland hefur náð í þeim efnum, svo ég minni hv. þm. á þau verðlaun sem kratar hafa fengið, einmitt fyrir einkavæðinguna í Evrópu.