Fjárlög 2003

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 14:19:15 (1764)

2002-11-27 14:19:15# 128. lþ. 37.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[14:19]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér verður bæði ljúft og skylt að fara yfir ræðu hv. þm. þegar fram líða stundir og hún kemur út úr prentvélinni.

Ég vildi bara vekja athygli hv. þm. á því að hann hefur stutt þá ríkisstjórn sem nú situr, þá flokka sem nú hafa stjórnað á áttunda ár. Frá því að fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar komu fram árið 1996, þ.e. heilu fjárlögin, hafa ríkisútgjöld undir forustu þessarar ríkisstjórnar vaxið um 130% í krónum. Frá því að fjárlög voru lögð fram á árinu 1996 hefur þessi þróun átt sér stað. Það er því ekki nema von að menn spyrji hvert sé eðlilegt hlutfall ríkissjóðs í auknum hagvexti og þjóðarbúskap? Það er ekki nema von að spurt sé. Ég skil vel að hv. þm. treysti sér ekki til að svara þessari spurningu en kannski gerir hann tilraun til þess í öðru andsvari, virðulegi forseti.