Fjárlög 2003

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 14:21:50 (1766)

2002-11-27 14:21:50# 128. lþ. 37.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., SvH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[14:21]

Sverrir Hermannsson (andsvar):

Herra forseti. Eini gallinn við ræðu hv. þm. Einars Odds er sá að þetta er í fjórða skiptið sem ég hlusta á hana óbreytta. Ég er farinn að kunna hana utan að og það er nú ekki skemmtilegt álag.

Hann minntist á skattleysismörk. Ég gerði gys að þeirri lagasetningu er ákveðið var að hækka hátekjuskattsleysismörkin á þeim sem hér stendur. Ég minni hins vegar á að eldri borgarar hafa verið sviknir um hækkun á skattleysismörkum. Það er þessi mismunun sem talað er um að skilji eftir þá sem erfiðast eiga.

Það er alveg rétt hjá hv. þm. að Hafrannsóknastofnun er æxli á þeirri kerfisófreskju sem við búum við í sjávarútvegsmálum. Hann ber fullkomna ábyrgð á því eins og aðrir stjórnarliðar.