Fjárlög 2003

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 21:09:46 (1803)

2002-11-27 21:09:46# 128. lþ. 37.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[21:09]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fjmrh. kærlega fyrir svörin. Ég vona að hann eigi þau á minnisblaði þannig að við fáum að sjá þau sem gagn í málinu ellegar getum við náttúrlega auðveldlega fundið þau í ræðu hans. Þetta segir þá að u.þ.b. helmingurinn af þeim 30 milljörðum sem erlendar skuldir lækka hafi verið lækkun vegna gengishreyfinga, ef ég skil svarið rétt.