Fjárlög 2003

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 21:12:38 (1805)

2002-11-27 21:12:38# 128. lþ. 37.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[21:12]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég dró fram þessar umræður af tvennu, annars vegar vék hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson að vegamálum í dag og hins vegar er ljóst að með aukningu samgangna á bifreiðum hér á landi munu tekjur ríkisins auðvitað vaxa. Eftir því sem við bætum vegakerfið meira munu sennilega meiri flutningar og meiri notkun þjóðveganna færa ríkinu auknar tekjur. Mér er alveg ljóst að hluti af tekjunum er markaður beint til ríkisins. Svoleiðis eru lögin. En ég tel það ekki breyta því að eftir því sem þjóðvegirnir batna og notkun þeirra verður meiri munu tekjur ríkisins af þessum pósti aukast.