Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 14:09:56 (1861)

2002-11-28 14:09:56# 128. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., GE (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[14:09]

Gísli S. Einarsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Eins og fram hefur komið í máli hv. þm. Bryndísar Hlöðversdóttur munum við sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu en ég vil vekja sérstaka athygli hv. Alþingis á sérstökum tillögum sem við ætlum að draga til 3. umr., m.a. tillögu á bls. 14 þar sem um er að ræða að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar til samræmis við launavísitölu og samkomulag Landssambands eldri borgara og ríkisstjórnarinnar. Þetta þýðir rúmlega 5 þús. kr. hækkun atvinnuleysisbóta fyrir hvern einstakling sem er á atvinnuleysisbótum um næstu áramót. En í raun þyrfti að hækka atvinnuleysisbætur um 10--15 þús. kr. fyrir hvern einstakling frá árinu 1997, pr. mánuð. Það er vegna þeirrar skerðingar sem það fólk hefur orðið fyrir. Þess vegna vek ég sérstaklega athygli á þessari tillögu og beini því til hæstv. ríkisstjórnar að skoða þetta mál rækilega og beina því til fjárln. að taka á málinu fyrir 3. umr.