Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 14:16:04 (1863)

2002-11-28 14:16:04# 128. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[14:16]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu um fjárframlag til þess að stofna framhaldsskóla Snæfellinga upp á 80 millj. kr. Það er sú upphæð sem nefnd á vegum sveitarfélaganna á Snæfellsnesi hefur staðið einhuga að að væri nauðsynleg byrjunarfjárveiting til að stofna þann skóla með þeim hætti að hann gæti tekið til starfa haustið 2003.

Virðulegi forseti. Sveitarfélögin á norðanverðu Snæfellsnesi standa einhuga að þessari áætlun og hún hefur verið unnin í samvinnu við menntrn. Ég tel að þetta sé eitt brýnasta mál fyrir Snæfellinga að fá þennan framhaldsskóla staðfestan og veitt fjármagn til hans með þeim hætti að hann geti tekið til starfa haustið 2003.