Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 14:31:34 (1869)

2002-11-28 14:31:34# 128. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[14:31]

Jón Bjarnason:

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um hvort landbrn. eigi að auka störf sín hjá Evrópusambandinu. Hliðstæð tillaga er einnig uppi hjá iðnrn. um að auka þar hlutverk og verkefni. Þar er verið að sækja um auknar starfshlutdeildir. Ég tel að landbrn. hafi öðrum mikilvægari hnöppum að hneppa en að efla starfsemi sína í Brussel. En við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs munum þó ekki leggjast gegn tillögunni.