Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 14:42:23 (1872)

2002-11-28 14:42:23# 128. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[14:42]

Jón Bjarnason:

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um auknar fjárheimildir til margra góðra verka eins og t.d. til Landspítala -- háskólasjúkrahúss og sjúkrahúsa óskipt og annarra á sviði heilbrigðismála. Þetta er allt mjög gott svo langt sem það nær.

Ég vil vekja athygli á því að enn hafa allmörg sjúkrahús, einkum á landsbyggðinni, ekki fengið viðhlítandi úrlausn á fjárhagsvanda sínum og rekstrarvanda. Ég legg áherslu á að það verði skoðað á milli 2. og 3. umr. Að sjálfsögðu styðjum við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs það sem hér er verið að leggja til en viljum að hinir liðirnir, sjúkrahúsin úti um land séu einnig skoðuð.