Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 14:48:12 (1874)

2002-11-28 14:48:12# 128. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[14:48]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég vil aftur vekja athygli á því hvar áherslurnar liggja. Ég benti áðan á að landbrn. er að auka starfsvettvang sinn í Brussel. Hér er verið að leggja til hliðstætt við iðnrn., þ.e. að iðnrn. fái 7 millj. kr. á fjárlögum næsta árs til þess að auka við verkefni sín í Brussel.

Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs getum ekki séð að áherslur íslenskra hagsmuna eigi að liggja þar fyrst og fremst. Við leggjumst ekki gegn þessu ákvæði en viljum benda á þetta og sitjum hjá.