Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 14:50:30 (1876)

2002-11-28 14:50:30# 128. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[14:50]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Í þessari tillögu er lagt til að aukið verði framlag til dreifikerfis í sveitum, einkum til þess að bjóða fólki í sveitum upp á þriggja fasa rafmagn. Einnig er lagt til að framlag til Rariks vegna dreifbýlisveitna verði 500 millj. kr. en það er sú upphæð sem fyrirtækið telur að hið svokallaða félagslega kerfi veitnanna kosti. Fram að þessu hafa þéttbýlissveitarfélögin á landsbyggðinni kostað þetta í gegnum notkun sína á rafmagni frá Rafmagnsveitum ríkisins.

Einnig er lagður til nýr liður, Stofnframlög til hitaveitna í dreifbýli, 50 millj. kr. Ég segi já.