Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 14:53:13 (1877)

2002-11-28 14:53:13# 128. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[14:53]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Við leggjum til að heimilt verði að ríkið verji 100 millj. kr. meira til fráveitna til að styrkja framkvæmdir vegna fráveitna sveitarfélaga. Þau mál eru langt frá því að vera í nógu góðu horfi og sveitarfélögin ráða mörg hver ekki við það af sínum tekjum að ráðast í framkvæmdir og greiða sinn hluta kostnaðarins þannig að þau geta ekki einu sinni nýtt sér þá styrki sem að nafninu til eiga að heita í boði af hálfu ríkisins. Því er aldeilis óhjákvæmilegt, herra forseti, að endurskoða þessa framkvæmd og að ríkið leggi þarna meira af mörkum ellegar mun engra úrbóta að vænta í þessum efnum, a.m.k. ekki hjá þeim hluta sveitarfélaganna sem býr við erfiðastan fjárhag um þessar mundir, en þau eru mörg og einmitt gjarnan þau sveitarfélög sem hafa með öllu frestað þessum framkvæmdum eða ekki getað ráðist í þær. Við leyfum okkur því að leggja til að þessi fjárhæð verði hækkuð um 100 millj. kr.