Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 15:03:06 (1882)

2002-11-28 15:03:06# 128. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[15:03]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar að þetta fjárlagafrv. muni ekki teljast sæta miklum tíðindum né heldur árangur hæstv. ríkisstjórnar í ríkisfjármálum þegar þeir hlutir verða skoðaðir. Satt best að segja er hann ekki annar og merkilegri en sá að heita má að rekstur ríkisins sé í járnum og þó tæplega það ef frá er dregin eignasala. Þetta, herra forseti, get ég ekki talið merkilegan árangur. Við sjáum hins vegar ekki ástæðu til þess að leggjast gegn því að þetta frv. gangi milli umræðna. Það mun vera það sem nú eru greidd atkvæði um og ég get stutt það.