Lækkun tekjustofna sveitarfélaga

Mánudaginn 02. desember 2002, kl. 15:15:22 (1920)

2002-12-02 15:15:22# 128. lþ. 43.1 fundur 285#B lækkun tekjustofna sveitarfélaga# (óundirbúin fsp.), KLM
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 128. lþ.

[15:15]

Kristján L. Möller:

Hæstv. forseti. Ég vil bæta öðru atriði við þessa fyrirspurn nú í síðustu lotu. Það er um hækkun tryggingagjalds og hvernig það kemur líka við sveitarfélögin. Í svari hæstv. félmrh. til mín í vor kom fram að fyrirhuguð hækkun tryggingagjalds mundi hafa það í för með sér að tryggingagjaldsgreiðsla 25 stærstu sveitarfélaga á landinu yrði rúmar 250 millj. við þær breytingar sem gerðar voru á skattkerfi fyrirtækja og sveitarfélaga á síðasta þingi.

Ég vil því bæta við þeirri spurningu hvort þetta atriði verði tekið inn á þann fund sem væntanlegur er á miðvikudag, ef ég hef heyrt rétt, og hvernig hæstv. ríkisstjórn ætli að bæta sveitarfélögunum þau auknu útgjöld sem hún er að leggja á sveitarfélögin í landinu með stórhækkun tryggingagjalds.