Verkefni Umhverfisstofnunar

Þriðjudaginn 03. desember 2002, kl. 14:59:27 (2001)

2002-12-03 14:59:27# 128. lþ. 44.9 fundur 405. mál: #A verkefni Umhverfisstofnunar# (breyting ýmissa laga) frv. 164/2002, umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 128. lþ.

[14:59]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir mótmælir því að þetta sé ekki viðamikið frv., ég mótmæli því á móti, ég tel þetta ekki vera viðamikið frv. Frv. er hins vegar mjög margar greinar og það er ekkert óeðlilegt að nokkurn tíma taki að setja það í frumvarpsform fyrir umhvrn. Hins vegar er ekki um miklar efnislegar breytingar að ræða, alls ekki.

[15:00]

Varðandi það að hv. þm. telji það rangt að leggja niður dýraverndarráð vil ég bara ítreka það að þingið er búið að leggja það niður. Það var gert með atkvæðagreiðslu í vor þannig að þingið hefur úttalað sig um það og var sammála því að leggja niður dýraverndarráð. Um afleiðingar þess að það var lagt niður er það ekki þannig að menn verði ekki í samráði við þessi félagasamtök. Það kemur sérstaklega fram í 4. gr. að um stefnumótandi mál svo sem setningu reglugerða skal leita umsagnar Búnaðarfélags Íslands, Dýralæknafélags Íslands og áhuga- og hagsmunasamtaka á sviði dýraverndar. Það verður samráð við þessa aðila um stefnumótandi mál en þingið hefur ákveðið að leggja dýraverndarráð niður. Það er ekki eitthvað sem við erum að leggja til hér, hvorki að það verði endurreist né lagt niður. Það er búið að leggja það niður.