Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Þriðjudaginn 03. desember 2002, kl. 15:15:41 (2008)

2002-12-03 15:15:41# 128. lþ. 44.10 fundur 404. mál: #A vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum# (sala á rjúpu o.fl.) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 128. lþ.

[15:15]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég fékk ekki svar við því hvort það væri sambærilegt inngrip í frelsi einstaklinga til að selja eigur sínar á öðrum sviðum. Á það var bent að í Bandaríkjunum hefði þetta gefið góða raun. Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi þá bara farið undir yfirborðið og menn skiptist á gjöfum í staðinn fyrir að selja.

Ég get ekki séð nokkra leið til þess að framfylgja þessu. Menn geta jú verslað hingað og þangað, úti um allt. Það sem gerist er að ekki verða lengur til sölu rjúpur í verslunum, heldur á torgum og strætum. Þar munu menn, til þess að hafa allt formlega í lagi, skiptast á jólagjöfum.