Umferðaröryggi á Gemlufallsheiði

Miðvikudaginn 04. desember 2002, kl. 15:50:47 (2091)

2002-12-04 15:50:47# 128. lþ. 46.10 fundur 343. mál: #A umferðaröryggi á Gemlufallsheiði# fsp. (til munnl.) frá samgrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 128. lþ.

[15:50]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Bjarnasyni fyrir þessa fyrirspurn og tek undir þau hvatningarorð sem hann hefur mælt hér og undir hvatningarorð annarra um að þessu vegriði verði komið upp. Það er ánægjulegt að heyra jafngóðan vilja samgrh. í þessu máli.

Meðan ekki er vegrið á þessum stað tel ég að það þurfi að vera mjög góð vöktun á hálku á heiðinni. Það skiptir náttúrlega mjög miklu máli meðan ekki er vegrið að heiðin sé sandborin í mikilli hálku. Við sem höfum ekið þessa heiði vitum að vindarnir koma stundum, miklir sviptivindar eins og sagt var frá, og þá verður ekki við neitt ráðið ef það er bara ís á veginum. Þess vegna hvet ég til að þessi vöktun verði aukin og betur verði hugsað um það.