Fjáraukalög 2002

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 10:41:14 (2123)

2002-12-05 10:41:14# 128. lþ. 47.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[10:41]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka þær skoðanir sem ég hef sett fram fyrr í andsvari, þær fjárlagabeiðnir sem hér voru afgreiddar af meiri hluta fjárln. voru að okkar mati brýnar og nauðsynlegar fjárlagabeiðnir enda sést það af þeirri afgreiðslu sem kom hér fram.

Hvað varðar þá upphæð og þau efnisatriði sem hv. þm. gerði að umræðuefni má hv. þingmanninum vera það ljóst að mikil vinna hefur farið fram við einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Þar dugar ekki annað en að hafa skjót handtök til þess að koma þeim málum áleiðis sem þjóna best hagsmunum ríkisins við þessa sölu. Útgjöldin eru þess vegna aðkallandi og brýn og tel ég að augljóst hafi verið að bregðast hafi þurft við með því að koma upphæðinni að í fjáraukalögum.