Fjáraukalög 2002

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 10:54:43 (2133)

2002-12-05 10:54:43# 128. lþ. 47.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[10:54]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að upplýsingarnar sem nefndin hefur fengið frá menntmrn. fullnægi fyllilega þeim óskum sem formaðurinn hefur sett fram. Ég treysti mér út frá þeim að bera fram þá tillögu sem er í fjáraukalagafrv. Hér kom fram að við verðum að bregðast við þessum vanda með 220 millj. kr. framlagi.

Útreikningsaðferðirnar á þeim tölum sem okkur berast kann ég hins vegar ekki að skýra. Ég treysti því að ráðuneytið segi okkur satt til um nemendafjöldann og að bregðast þurfi við með 220 millj. kr. fjárframlagi. (SvH: Er einhver sérstök ástæða til að trúa ráðuneytinu?)